fimmtudagur, desember 07, 2006
laugardagur, desember 02, 2006
Síðan að ég kom heim frá London hef ég búið í herberginu hennar Júlíu litlu systur. Allt mitt hafurtask hefur fengið að vera innan um dúkkur og dót 6 ára barnsins og ég fékk meira að segja lánað rúmið hennar og hún svaf á bedda við hlið mér. Semsagt ömurlegt ástand.
Eftir að hafa talað við Arnar og Brynjar frændur mína ákváðum við að finna okkur 4 herbergja íbúð saman. Við erum búin að fylgjast með leigulistanum, smáauglýsingum visir.is og mbl.is auk þess að spyrja vini og vandamenn um húsnæði miðsvæðis í höfuðborginni. Eftir mikla leit og vangaveltur fundum við eina sem hentaði okkur mjög vel í ofanleitinu, rétt hjá kringlunni. Við fórum að skoða og leist vel á og skrifuðum undir leigusamning við áttræðan mann sem á íbúðina. Það er annar maður sem býr í íbúðinni, og hann sættist á að afhenda okkur lyklana um 6 leytið 1.desember, daginn sem okkar leigusamningur tók gildi. Við höfðum gert við hann munnlegan samning um að hann mætti geyma hjá okkur sófasett og stofuborð og hillur framí apríl gegn því að við mættum hafa afnot af húsgögnunum. Við mættum á svæðið, ég með fullan jeppa af kössum og dóti, og með Júlíu litlu systur mína með mér. Þá kemur í ljós að maðurinn var alls ekkert byrjaður að flytja út, bækur, leirtau, dagblöð og fleira voru enn á sínum stað auk þess sem einhver pólverji sem maðurinn var að framleigja, bjó ennþá í íbúðinni. Pólverjinn fékk að vita það fyrir 2 dögum að hann ætti að flytja út og hafði ekki fundið sér neitt húsnæði. Pólverjinn talaði enga íslensku, og gamli maðurinn talaði enga ensku og æpti bara á hann á íslensku: "ÞETTA FÓLK ER AÐ FLYTJA INN, ÞÚ VERÐUR AÐ FARA".
Þegar við spurðum gamla manninn hvort hann ætlaði ekki að pakka niður dótinu sínu, og buðum honum að hafa helgina þá sagði hann bara nei, ég fer héðan í kvöld, af því að hann hefur ekki efni á að borga leiguna lengur. Hann ætlaði s.s. aldrei að "flytja" út, setti bara sæng og föt í svartan ruslapoka og bauð okkur svo inn að þrífa. Leigusalinn er því miður staddur í austurríki og kemur ekki heim fyrr en í næstu viku þannig að við verðum að gjöra svo vel og bíða.
Við sögðum nei takk og bless og núna er allt mitt dót í kössum heima hjá arnari og brynjari í fellsmúlanum og ég hef næturstað á kóngsbakkanum hjá mömmu og pabba. Prófin mín hefjast eftir 9 daga og lærdómurinn er því miður það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana.
Eeeeeendilega ef einhver veit um 4 herbergja íbúð miðsvæðis í reykjavík látiði mig vita!!!
Eftir að hafa talað við Arnar og Brynjar frændur mína ákváðum við að finna okkur 4 herbergja íbúð saman. Við erum búin að fylgjast með leigulistanum, smáauglýsingum visir.is og mbl.is auk þess að spyrja vini og vandamenn um húsnæði miðsvæðis í höfuðborginni. Eftir mikla leit og vangaveltur fundum við eina sem hentaði okkur mjög vel í ofanleitinu, rétt hjá kringlunni. Við fórum að skoða og leist vel á og skrifuðum undir leigusamning við áttræðan mann sem á íbúðina. Það er annar maður sem býr í íbúðinni, og hann sættist á að afhenda okkur lyklana um 6 leytið 1.desember, daginn sem okkar leigusamningur tók gildi. Við höfðum gert við hann munnlegan samning um að hann mætti geyma hjá okkur sófasett og stofuborð og hillur framí apríl gegn því að við mættum hafa afnot af húsgögnunum. Við mættum á svæðið, ég með fullan jeppa af kössum og dóti, og með Júlíu litlu systur mína með mér. Þá kemur í ljós að maðurinn var alls ekkert byrjaður að flytja út, bækur, leirtau, dagblöð og fleira voru enn á sínum stað auk þess sem einhver pólverji sem maðurinn var að framleigja, bjó ennþá í íbúðinni. Pólverjinn fékk að vita það fyrir 2 dögum að hann ætti að flytja út og hafði ekki fundið sér neitt húsnæði. Pólverjinn talaði enga íslensku, og gamli maðurinn talaði enga ensku og æpti bara á hann á íslensku: "ÞETTA FÓLK ER AÐ FLYTJA INN, ÞÚ VERÐUR AÐ FARA".
Þegar við spurðum gamla manninn hvort hann ætlaði ekki að pakka niður dótinu sínu, og buðum honum að hafa helgina þá sagði hann bara nei, ég fer héðan í kvöld, af því að hann hefur ekki efni á að borga leiguna lengur. Hann ætlaði s.s. aldrei að "flytja" út, setti bara sæng og föt í svartan ruslapoka og bauð okkur svo inn að þrífa. Leigusalinn er því miður staddur í austurríki og kemur ekki heim fyrr en í næstu viku þannig að við verðum að gjöra svo vel og bíða.
Við sögðum nei takk og bless og núna er allt mitt dót í kössum heima hjá arnari og brynjari í fellsmúlanum og ég hef næturstað á kóngsbakkanum hjá mömmu og pabba. Prófin mín hefjast eftir 9 daga og lærdómurinn er því miður það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana.
Eeeeeendilega ef einhver veit um 4 herbergja íbúð miðsvæðis í reykjavík látiði mig vita!!!
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Heathrow - Keflavik 21.11.2006
Ég lendi klukkan 4. Er ekki einhver sem nennir að taka smá rúnt til Keflavíkur og sækja mig og fá smá fríhafnarnammi og faðmlag í staðinn??
Einnig vil ég auglýsa eftir fólki til að kíkja með mér á þorrablót Íslendingafélagsins í London, sem verður haldið 3 febrúar 2007. Ég er búin að bóka miðann minn og ætla að heimsækja Londonbúana, hver býður sig fram í að vera ferðafélagi??
Einnig vil ég auglýsa eftir fólki til að kíkja með mér á þorrablót Íslendingafélagsins í London, sem verður haldið 3 febrúar 2007. Ég er búin að bóka miðann minn og ætla að heimsækja Londonbúana, hver býður sig fram í að vera ferðafélagi??
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Remembrance Sunday
Á þessum tíma árs má iðulega sjá fólk með rauðar "paper-poppies" nældar í barminn. Þessi pappírsblóm kaupir fólk til að minnast þeirra sem hafa látið lífið við í stríði og átökum fyrir breska heimsveldið. Enska biskupakirkjan hefur meira að segja innleitt þennan sið inní kirkjuárið sitt síðan í fyrri heimstyrjöldinni og hafa nú svokallaða "remembrance sunday" messu á þeim sunnudegi sem fellur næst 11.nóvember.
Í dag fór ég í remembrance sunday messu í St. Johns uppí Notting Hill. Enski kórinn sem ég er í var að syngja "Requiem" eftir Gabriel Fauré og ég fékk að syngja sólóið, "Pie Jesu". Það var gaman og gekk mjög vel. Ég flaskaði því miður á að taka það uppá vídjó, þannig að mamma mín, eyru þín verða að bíða heimkomu minnar til að hlusta. Pabbi hinsvegar var í London í síðustu viku og náði að koma á generalprufuna þannig að hann fékk að heyra :) Eftir messuna fórum við íslensku krakkarnir í kórnum og íslenska fólkið sem kom að hlusta og fengum okkur hádegismat og höfðum það notalegt saman. Ó ég á eftir að sakna þeirra allra alveg agalega mikið!
Þessa dagana er ég bara að pakka og kveðja og reyna að sortera húsnæðismálin mín heima á Íslandi. Ég er a.m.k. komin með vinnu á leikskólanum Kópasteini í kópavogi í jólafríinu þannig að ég ætti að eiga einhvern vasapening! :) Jæja, hlakka ýkt súper mikið æði til að hitta alla heima, MERKIÐI VIÐ 21. NÓVEMBER Á DAGATALINU, þá kemur íslandsdóttir heim!
ragga
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Home sweet home
Ég flyt aftur heim á klakann þriðjudaginn 21. nóvember. Eins gott að það verði einhverjir blómvendir á fagnaðartár í Leifsstöð handa mér!
Ragga
p.s. ef einhver veit um litla íbúð nálægt HÍ, þá er ég reyklaus og reglusamur leigjandi!
Ragga
p.s. ef einhver veit um litla íbúð nálægt HÍ, þá er ég reyklaus og reglusamur leigjandi!
fimmtudagur, október 05, 2006
Evropa
create your personalized map of europe
Þetta er kort af Evrópu. Ég hef ferðast til allra þeirra landa sem eru lituð rauð á myndinni. Ég elska Evrópu. Ég vonast til að eyða miklum tíma í Evrópu í framtíðinni. Endir.
mánudagur, september 25, 2006
Busy Bee
Afsakið bloggbiðina.
Ég er byrjuð í háskóla. Ég innritaði mig í fjarnám í ensku við Háskóla Íslands, sem er kannski svolítið að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem ég bý í London. Ég held reyndar að þetta hafi verið afar vel til fundið, því þegar ég flyt aftur heim í vor (lok maí) þá get ég haldið beint áfram á annað ár í ensku, búið á stúdentagörðunum og haft það gott. Ég hef reyndar verið að gæla við þá hugmynd að fara í eina önn til Bandaríkjanna sem Erasmus skiptinemi á næsta ári, þá væri ég búin að kynnast lífinu í Bretlandi og Bandaríkjunum, auk þess sem ég er hrædd um að útþráarneistinn sé ekki alveg slokknaður ennþá. Námið er allavega mjög áhugavert, enskar bókmenntir, málvísindi, hljóðfræði, menningarsaga.. Kúl.
Annað í fréttum er að íslenski kórinn í Lundúnum er byrjaður á fullu aftur. Þar er alltaf gott fólk og gaman að vera, og ég fer alltaf með gleði í hjarta heim af æfingum. Í vor er planið að fara í kórferð til Kaupmannahafnar til að syngja á einhverju kóramóti, auk þess sem við ætlum að fara í minni kórferðir um England. Við vorum að syngja í Íslendingamessu í gær (ein af "skyldum" kórsins) og þar voru bæði sr. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands og Jón einhversson, biskup á Hólum í Hjaltadal. Megakúl.
Ég er, fyrir tilstilli Mary Poppins klúbbsins og míns indæla viðmóts, búin að kynnast ógrynni af fólki upp á síðkastið. Au-perurnar eru orðnar ansi margar og við erum dugleg að hittast og hafa það gaman saman. Mér finnst það mjög nauðsynlegt fyrir mig, og það er það eflaust fyrir hina líka, að eiga stórt tengslanet hérna úti, því að þetta er stór borg og auðvelt að týna sjálfum sér og sínu "ædentití". Þess vegna er gott að hitta aðra íslendinga heldur en bara fjölskylduna sem maður vinnur fyrir, því að þau eru auðvitað fyrst og fremst vinnuveitendur þínir, þó að ég t.d. eigi mjög náið samband við fjölskylduna sem ég er hjá. Ég ætla t.d. að eyða jólunum með þeim í ár, þó að ég hafi átt þess kost að fara heim. Ég hugsaði með mér, ég er búin að eiga 20 jól með foreldrum mínum og systkinum, af hverju ekki að prófa eitthvað annað? Ég kem hvorteðer heim um áramótin og verð fram í miðjan janúar þannig að ég hef nú ágætis tíma til að hitta ættingja og vini. Ég ætla að fara til Chamonix á skíði yfir jólin og borða besta jólamat í heimi á Hameau Albert, mmmm. Við fórum þangað tvisvar í fyrra, og ég held ég geti sagt að þeir tímar hafi verið highlights síðasta árs. Vakna kl. 7, klæða sig í skíðagallann, láta keyra sig uppí fjall í klossunum, taka kláfinn uppá topp, skíða um ranghala alpafjallanna fram að hádegismat. Borða grillaða dúfu, mjólkurfóðraðan kálf eða heilsteiktan albatrossa og fá sér svo smá blund. Fara aftur af stað uppí fjall kl 2, sviga, bruna og stökkva í sólskininu og halda svo aftur heim þegar brekkurnar loka. Fá sér smá sundsprett í sundlauginni eða hvíla lúin bein og þreytta vöðva í heita pottinum. Borða kvöldmat og horfa svo á sjónvarpið eða stjörnurnar í næturfrostinu. Himnesk jól. Megakúlíó.
Ég er byrjuð í háskóla. Ég innritaði mig í fjarnám í ensku við Háskóla Íslands, sem er kannski svolítið að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem ég bý í London. Ég held reyndar að þetta hafi verið afar vel til fundið, því þegar ég flyt aftur heim í vor (lok maí) þá get ég haldið beint áfram á annað ár í ensku, búið á stúdentagörðunum og haft það gott. Ég hef reyndar verið að gæla við þá hugmynd að fara í eina önn til Bandaríkjanna sem Erasmus skiptinemi á næsta ári, þá væri ég búin að kynnast lífinu í Bretlandi og Bandaríkjunum, auk þess sem ég er hrædd um að útþráarneistinn sé ekki alveg slokknaður ennþá. Námið er allavega mjög áhugavert, enskar bókmenntir, málvísindi, hljóðfræði, menningarsaga.. Kúl.
Annað í fréttum er að íslenski kórinn í Lundúnum er byrjaður á fullu aftur. Þar er alltaf gott fólk og gaman að vera, og ég fer alltaf með gleði í hjarta heim af æfingum. Í vor er planið að fara í kórferð til Kaupmannahafnar til að syngja á einhverju kóramóti, auk þess sem við ætlum að fara í minni kórferðir um England. Við vorum að syngja í Íslendingamessu í gær (ein af "skyldum" kórsins) og þar voru bæði sr. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands og Jón einhversson, biskup á Hólum í Hjaltadal. Megakúl.
Ég er, fyrir tilstilli Mary Poppins klúbbsins og míns indæla viðmóts, búin að kynnast ógrynni af fólki upp á síðkastið. Au-perurnar eru orðnar ansi margar og við erum dugleg að hittast og hafa það gaman saman. Mér finnst það mjög nauðsynlegt fyrir mig, og það er það eflaust fyrir hina líka, að eiga stórt tengslanet hérna úti, því að þetta er stór borg og auðvelt að týna sjálfum sér og sínu "ædentití". Þess vegna er gott að hitta aðra íslendinga heldur en bara fjölskylduna sem maður vinnur fyrir, því að þau eru auðvitað fyrst og fremst vinnuveitendur þínir, þó að ég t.d. eigi mjög náið samband við fjölskylduna sem ég er hjá. Ég ætla t.d. að eyða jólunum með þeim í ár, þó að ég hafi átt þess kost að fara heim. Ég hugsaði með mér, ég er búin að eiga 20 jól með foreldrum mínum og systkinum, af hverju ekki að prófa eitthvað annað? Ég kem hvorteðer heim um áramótin og verð fram í miðjan janúar þannig að ég hef nú ágætis tíma til að hitta ættingja og vini. Ég ætla að fara til Chamonix á skíði yfir jólin og borða besta jólamat í heimi á Hameau Albert, mmmm. Við fórum þangað tvisvar í fyrra, og ég held ég geti sagt að þeir tímar hafi verið highlights síðasta árs. Vakna kl. 7, klæða sig í skíðagallann, láta keyra sig uppí fjall í klossunum, taka kláfinn uppá topp, skíða um ranghala alpafjallanna fram að hádegismat. Borða grillaða dúfu, mjólkurfóðraðan kálf eða heilsteiktan albatrossa og fá sér svo smá blund. Fara aftur af stað uppí fjall kl 2, sviga, bruna og stökkva í sólskininu og halda svo aftur heim þegar brekkurnar loka. Fá sér smá sundsprett í sundlauginni eða hvíla lúin bein og þreytta vöðva í heita pottinum. Borða kvöldmat og horfa svo á sjónvarpið eða stjörnurnar í næturfrostinu. Himnesk jól. Megakúlíó.
mánudagur, september 04, 2006
london aftur
Jæja. Ég er komin aftur til London og í dag var fyrsti skóladagur minn í Ensku við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn í almennum málvísindum kemur vonandi bráðum inná netið og þá get ég verið með í fjörinu. Annars er ég bara að fara að horfa á landsleik íslands á móti danmörku með Carinu dönsku vinkonu minni á miðvikudaginn. Við ætlum að fara á pöbb hérna í west kensington þar sem eitthvað um 40 danir verða samankomnir til að hvetja land sitt til dáða. Ég stekk bara ein öskrandi uppúr stólnum þegar ísland rústar þessum leik!
það er svo langt síðan að ég skrifaði síðast og ég hef svo margt að segja að það vex mér eiginlega bara í augum. því er víst best að segja sem minnst.
þangað til næst
hafiði það gott
ragga
það er svo langt síðan að ég skrifaði síðast og ég hef svo margt að segja að það vex mér eiginlega bara í augum. því er víst best að segja sem minnst.
þangað til næst
hafiði það gott
ragga
föstudagur, ágúst 18, 2006
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
heathrow
Ég er komin heim í stórborgarsæluna í London. Jeij. Flaug heim síðasta sunnudagskvöld, ansi stressandi að fara í gegnum alla öryggisgæsluna á heathrow. Vatnsflaskan mín var tekin af mér, og svo ætlaði flugfreyjan að taka af mér sólgleraugnaboxið mitt! Ég hélt nú ekki, og krafði hana svara!
Ég: Why?? It's not liquid and I can't make a bomb out of it!
Ítalska flugfreyjan: Why? Ehh.. uno momento...
(Fór og talaði við einhverja aðra konu)
Ehh, misúnderstanding, yes? Sorry, you can take it with you, vale?
Isss ég er viss um að hún ætlaði bara að stela sólgleraugunum mínum, meiri ósvífnin!
Ég: Why?? It's not liquid and I can't make a bomb out of it!
Ítalska flugfreyjan: Why? Ehh.. uno momento...
(Fór og talaði við einhverja aðra konu)
Ehh, misúnderstanding, yes? Sorry, you can take it with you, vale?
Isss ég er viss um að hún ætlaði bara að stela sólgleraugunum mínum, meiri ósvífnin!
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
Italy
Eg er a italiu. Grosseto heradi i Tuscany. Mjog gott vedur. Er ad worka tanid. Allir takkarnir a lyklabordinu eru a vitlausum stad thannig ad eg skrifa meira sidar.
EN ENDILEGA ALLIR AD SENDA MER MEIL OG SEGJA MER HVAD A YKKAR DAGA HEFUR DRIFID YFIR VERSLUNARMANNAHELGINA!!!!! Eg var sko med vestmannaeyjasting i hjartanu og hlustadi bara a Bubba, Salina, NyDonsk og lifid er yndislegt a ipodinum i solbadi. Veit eg segi thetta a hverju ari, en eg aetla potthett ad fara a naesta ari! Hver er geim?
EN ENDILEGA ALLIR AD SENDA MER MEIL OG SEGJA MER HVAD A YKKAR DAGA HEFUR DRIFID YFIR VERSLUNARMANNAHELGINA!!!!! Eg var sko med vestmannaeyjasting i hjartanu og hlustadi bara a Bubba, Salina, NyDonsk og lifid er yndislegt a ipodinum i solbadi. Veit eg segi thetta a hverju ari, en eg aetla potthett ad fara a naesta ari! Hver er geim?
mánudagur, júlí 24, 2006
Jåg
Hér eru það þau Peter Jobäck og Myrra Malmberg sem fara á kostum sem Aladdín og Jasmín. Alveg ótrúlega fallega sungið og gaman að hlusta á þetta lag á öðru tungumáli :)
Hér er svo sænski textinn ef þið viljið syngja með! :)
Jag kan visa en värld;
vacker, bländande, härlig.
Säg om du ska vara ärlig,
har du drömt om den ibland?
Jag kan lära dig se
bortom magiska under,
oförglömliga stunder,
om du flyger bort med mig.
Jasmine:
En helt ny värld,
ifrån ett annat perspektiv.
Ingen bestämmer här,
Och ’var’ och ’när’
blir glömt högt ovan molnen
En helt ny värld
En plats jag inte visste fanns
Men här syns allting klart,
så underbart,
att vara här i en helt ny värld,
med dig
Aladdin:
Vara i en helt ny värld med dig
Jasmine:
Kan jag tro det jag ser?
Känslan är utan gränser.
Ofattbart det som känns här
I en himmel utan slut
En helt ny värld
Blunda inte, jag ber
Så mycket vi har kvar att se
Nej, försök hålla andan
Jag är en stjärnas sken,
på himlen
och jag kan inte återvända hem
Aladdin:
En helt ny värld
Överallt finns nåt nytt
Vi gör en upptäcktsfärd vi två
Varje stund är en önskan
Jag är en stjärnas sken,
på himlen
och jag kan inte återvända hem
Jasmine:
En helt ny värld
Överallt finns nåt nytt
Vi gör en upptäcktsfärd vi två
Varje stund är en önskan
Aladdin:
Och jag ska fånga den
Och spara den
Då väntar sen en helt ny värld,
med dig
Jasmine:
En helt ny värld
Aladdin:
En helt ny värld
Som öppnar sig
Jasmine:
Som öppnar sig
Ett drömpalats,
Aladdin:
En magisk plats
Both: För dig och mig
Hér eru það þau Peter Jobäck og Myrra Malmberg sem fara á kostum sem Aladdín og Jasmín. Alveg ótrúlega fallega sungið og gaman að hlusta á þetta lag á öðru tungumáli :)
Hér er svo sænski textinn ef þið viljið syngja með! :)
Jag kan visa en värld;
vacker, bländande, härlig.
Säg om du ska vara ärlig,
har du drömt om den ibland?
Jag kan lära dig se
bortom magiska under,
oförglömliga stunder,
om du flyger bort med mig.
Jasmine:
En helt ny värld,
ifrån ett annat perspektiv.
Ingen bestämmer här,
Och ’var’ och ’när’
blir glömt högt ovan molnen
En helt ny värld
En plats jag inte visste fanns
Men här syns allting klart,
så underbart,
att vara här i en helt ny värld,
med dig
Aladdin:
Vara i en helt ny värld med dig
Jasmine:
Kan jag tro det jag ser?
Känslan är utan gränser.
Ofattbart det som känns här
I en himmel utan slut
En helt ny värld
Blunda inte, jag ber
Så mycket vi har kvar att se
Nej, försök hålla andan
Jag är en stjärnas sken,
på himlen
och jag kan inte återvända hem
Aladdin:
En helt ny värld
Överallt finns nåt nytt
Vi gör en upptäcktsfärd vi två
Varje stund är en önskan
Jag är en stjärnas sken,
på himlen
och jag kan inte återvända hem
Jasmine:
En helt ny värld
Överallt finns nåt nytt
Vi gör en upptäcktsfärd vi två
Varje stund är en önskan
Aladdin:
Och jag ska fånga den
Och spara den
Då väntar sen en helt ny värld,
med dig
Jasmine:
En helt ny värld
Aladdin:
En helt ny värld
Som öppnar sig
Jasmine:
Som öppnar sig
Ett drömpalats,
Aladdin:
En magisk plats
Both: För dig och mig
fimmtudagur, júlí 20, 2006
21.Júlí
Klukkan er ellefu um kvöld. Aðeins einn tími til stefnu. Ég iða í skinninu. Ég iða meira að segja í fingrunum, svo mikið að ég á erfitt með að skrifa þessa litlu orðsendingu. Af öllum 365 dögum ársins er uppáhaldsdagur ársins að renna upp. Bara einn klukkutími eftir. Hvað ætli að ég fái? Ætli ég verði gerbreytt þegar klukkan slær tólf? Ætli það verði gott veður? Verður mojitobollan mín góð? Ætli einhver bjóði mér uppá drykk í bænum? Eða dans? Úúúúú!
Ó mig auma. Það er svo gaman að eiga afmæli!
Ó mig auma. Það er svo gaman að eiga afmæli!